Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe kemst að samkomulagi við Real Madrid um laun
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Það er orðið nokkuð ljóst að franska stórstjarnan Kylian Mbappe fer til Real Madrid í sumar á frjálsri sölu.

Samningur Mbappe við Paris Saint-Germain rennur út í sumar og þá fer Mbappe til spænsku höfuðborgarinnar en skipti hans þangað hafa legið í loftinu í langan tíma.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því að Mbappe sé búinn að ná samkomulagi við Madrídarstórveldið um laun næstu árin.

Mbappe, sem er 25 ára, er einn besti fótboltamaður heims en Real Madrid er þegar með tvo í sama flokki; Vinicius og Jude Bellingham. Romano segir að Mbappe muni fá svipuð laun og þeir tveir, en þeir eru sagðir fá um 400 þúsund evrur í vikulaun.

Mbappe muni svo ofan á það fá rúmlega 100 milljónir evra fyrir að skrifa undir en þeirri upphæð verður dreift yfir fimm ára samning hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner