Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Ben White sé til skammar - „Þá er það vandamál"
Ben White.
Ben White.
Mynd: Getty Images
Jamie O'Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, segir að Ben White, varnarmaður Arsenal, sé til skammar eftir að hann neitaði að spila fyrir enska landsliðið.

White hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan á HM í Katar en þá var hann sendur heim en enskir fjölmiðlar sögðu hann hafa rifist við aðstoðarþjálfara liðsins, Steve Holland. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, kannaði hug White fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni en fékk þau svör að hann vildi ekki vera í hópnum.

O'Hara, sem spilaði sjálfur aldrei fyrir landsliðið, er svo sannarlega ekki sáttur með White.

„Afar fáir fá tækifæri til að spila fyrir þjóð sína. Að Ben White skuli hafna því tækifæri, mér finnst það bara til skammar," sagði O'Hara.

„Veistu hversu margir myndu fórna hægri handleggnum til þess að sitja bara á bekknum hjá enska landsliðinu og fá tækifæri til að vera fulltrúi fyrir þjóð sína."

„Það hefur augljóslega eitthvað gerst á bak við tjöldin. Það hefur kannski eitthvað gerst á milli hans og þjálfarans. Ég myndi samt alltaf fara í verkefnið vegna þess að þetta er landið mitt. Það væri enginn meiri heiður fyrir mig en að spila fyrir enska U21 landsliðið og að syngja þjóðsönginn. Að vera fulltrúi þjóðar þinnar er stærsti heiður sem þér getur hlotnast sem fótboltamaður og ef þér líður ekki þannig, þá er það vandamál."
Athugasemdir
banner
banner