Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir áhuga Bayern á Alonso
Mynd: Getty Images
Uli Hoeness, heiðursforseti Bayern München í Þýskalandi, hefur staðfest áhuga félagsins á að ráða Xabi Alonso í sumar.

Alonso er eftirsóttasti þjálfarinn á markaðnum í dag en Bayern, Liverpool og Real Madrid hafa öll áhuga á að fá hann í sumar.

Spánverjinn hefur gert ótrúlega hluti með Bayer Leverkusen á tímabilinu og er fátt sem kemur í veg fyrir að liðið verði þýskur meistari í ár.

Uli Hoeness, sem er í dag heiðursforseti Bayern, staðfestir að félagið vilji fá hann í sumar.

„Félög eins og Liverpool, Real Madrid, Leverkusen og Bayern eru að vinna í þessu. Hann hefur sannað það að hann getur þjálfað á stærsta sviðinu. Það eru ekki margir aðrir sem koma til greina, sem eru án starfs eða eru í fríi. Það er ekki svo auðvelt að segja þeim að Bayern sé það besta í stöðunni,“ sagði Hoeness við Ran Sport.
Athugasemdir
banner
banner