Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júlí 2021 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Góður sigur hjá Strömsgodset
Ari Leifsson lék allan leikinn í vörn Strömsgodset.
Ari Leifsson lék allan leikinn í vörn Strömsgodset.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í efstu deild norska boltans í dag.

Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Strömsgodset sem lagði Odd Grenland að velli. Heimamenn unnu leikinn með þremur mörkum á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks.

Valdimar Þór Ingimundarson var ónotaður varamaður hjá Strömsgodset, sem er um miðja deild með 19 stig eftir 13 umferðir.

Strömsgodset 3 - 0 Odd
1-0 J. Ipalibo ('49)
2-0 T. Gulliksen ('58)
3-0 H. Stengel ('61)

Emil Pálsson kom þá inn af bekknum á 80. mínútu er Sarpsborg var 0-1 undir gegn Mjondalen sem hafði komist yfir snemma leiks, með einu marktilraun sinni í leiknum.

Sarpsborg sótti mikið á lokakaflanum og náði að gera dramatískt jöfnunarmark djúpt í uppbótartíma, eða á 98. mínútu leiksins. Heimamenn björguðu þannig mikilvægu stigi í fallbaráttunni.

Að lokum var Viðar Ari Jónsson í liði Sandefjord sem gerði jafntefli við Haugesund.

Sandefjord er um miðja deild, sex stigum frá fallsæti.

Sarpsborg 1 - 1 Mjondalen
0-1 S. Johansen ('2)
1-1 J. Thomassen ('98)

Sandefjord 1 - 1 Haugesund
1-0 S. Mork ('23)
1-1 U. Fredriksen ('58)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner