Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júlí 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Mane skoraði og lagði upp - Glæsilegt mark De Ligt
Mynd: EPA
Nokkur stórlið í Evrópuboltanum spiluðu æfingaleiki í nótt.

Bayern Munchen spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu en liið mætti DC United í Washington í nótt. Sadio Mane sem gekk til liðs við félagið frá Liverpool í sumar skoraði fyrsta markið af vítapunktinum.

Marcel Sabitzer tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Serge Gnabry. Gnabry skoraði sjálfur þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Mane.

Bayern gerði ellefu breytingar í hálfleik en menn á borð við Matthijs De Ligt og Ryan Gravenberch komu inná. De Ligt komst á blað aðeins tveimur minútum síðar með glæsilegu skoti eftir hornspyrnu.

Joshua Zirkzee skoraði fimmta markið áður en Gravenberch lagði upp á Thomas Muller sjötta og síðasta mark liðsins. DC United setti tvö mörk. 6-2 sigur.

Christian Pulisic skoraði mark Chelsea sem gerði 1-1 jafntefli gegn Charlotte. Arsenal vann Orlando City 3-1 og Manchester City lagði Club America 2-1.

Kevin De Bruyne skoraði bæði mörkin. Julian Alvarez var í fremstu víglínu en Erling Haaland kom ekkert við sögu.


Athugasemdir
banner
banner
banner