Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. júlí 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pablo Gallego farinn frá Þrótti Vogum
Mynd: Þróttur V.
Pablo Gallego hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þrótt Vogum þar sem hann hefur yfirgefið félagið.

Hann gekk til liðs við félagið fyrir þetta tímabil en þessi 28 ára gamli sóknarmaður lék 8 leiki fyrir félagið án þess að skora.

Þróttur er nýliði í Lengjudeildinni en liðið er á botninum og hefur sérstaklega gengið illa að skora. Liðið er aðeins búið að skora fimm mörk í 12 leikjum.

Gallego er landsliðsmaður Nikaragva og það vakti athygli að Þróttur þurfti að fresta tveimur leikjum í Lengjudeildinni þegar Gallego fór í landsliðsverkefni þar sem NIkaragva mætti Trinidad og Tóbago en Michael Kedman leikmaður Þróttar er landsliðsmaður Trinidad.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner