Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. ágúst 2021 09:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valtýr Björn spáir í 18. umferð Pepsi Max
Valtýr Björn, með sólgleraugun, á vellinum í sumar.
Valtýr Björn, með sólgleraugun, á vellinum í sumar.
Mynd: Raggi Óla
'Gísli Eyjólfs setur að að minnsta kosti eitt mark'
'Gísli Eyjólfs setur að að minnsta kosti eitt mark'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur í Víkinni.
Stórleikur í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átjánda umferð Pepsi Max-deildarinnar hefst á morgun með tveimur leikjum. Umferðinni lýkur svo á miðvikudag með leik ÍA og KR en þeim leik var frestað vegna smits í leikmannahópi KR.

Framarinn Valtýr Björn Valtýsson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Það er vel við hæfi þar sem Fram tryggði sér í gær sæti í efstu deild.

Svona spáir Valtýr leikjum umferðarinnar:

Keflavík 1 - 2 FH (Laugardag 14:00)
Erfiður leikur að spá í. Leikir þessara liða hafa verið mjög sveiflukenndir það sem af er og þægilegast væri að spá jafntefli. Ég er þó á því að Lennon tryggi sigur FH á 89.mínútu. 0-1 eða 1-2.

Breiðablik 3 - 1 KA (Laugardag 16:15)
Blikar leika að mínu mati skemmtilegasta fótboltann í ár. Óstöðvandi lið þegar þeir hitta á sinn besta leik. Ég held að þessi leikur reynist Arnari vini mínum og hans mönnum í KA afar erfiður og blikar taka þetta svona 3-1. Gísli Eyjólfs setur að að minnsta kosti eitt mark og ætli Höskuldur setji ekki eitt mark.

Víkingur 1 - 1 Valur (Sunnudag 19:15)
Jafntefli er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um þennan stórleik, 0-0, 1-1 eða 2-2. Tvö frábær lið og þetta verður mikil skák þjálfaranna Arnars og Heimis. Aðeins Fylkir(7) hefur gert fleiri jafntefli en Víkingur(6) í deildinni en það er spurning hvernig varnarleikur Vals verður án Rasmus sem verður í banni ásamt Birki Heimis. Víkingar verða einnig með tvo í banni, Júlíus og Karl Friðleif, þannig að það núllast út. Stórmeistara jafntefli.

Leiknir 1 - 0 HK (Mánudag 18:00)
Leiknismenn hafa verið að ná flottum úrslitum á heimavelli í sumar og eru gríðarlega erfiðir heim að sækja á Gettó-Ground. Leiknir getur með sigri tryggt veru sína í deildinni en þessi leikur er stór fyrir HK sem er að reyna að sleppa við fall. Ég held að strákarnir hans Sigga vinni þennan leik í svakalegum baráttuleik þar sem við gætum alveg séð einhvern fjölda gulra spjalda og jafnvel eins og eitt til tvö rauð fara á loft. Heimasigur er málið, 1-0.

Stjarnan 1 - 1 Fylkir (Mánudag 19:15)
Úrslitaleikur fyrir bæði lið. Fyrri leikur liðanna fór 1-1 þar sem 6 gul spjöld fóru á loft og eitt rautt. Gæti alveg gerst aftur í þessum leik. Þessi lið eru í 9.-10.sæti með 16 stig og hafa bæði spilað nokkuð undir væntingum í sumar. Klárt jafntefli. 1-1.

ÍA 1 - 3 KR (Miðvikudag 18:00)
Leikir þessara liða í sögunni hafa ávallt verið bráðfjörugir og mikið gengið á. Í fyrri leik liðanna í lok maí, sem KR vann 3-1, kláruðu þeir svart-hvítu leikinn á fyrsta korterinu. Ég held að það verði ekki uppi á tengingnum í þetta skipti. Þrír í banni hjá ÍA og einn hjá KR. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar, ÍA í neðsta sæti og þarf sigur og ekkert annað og KR í 5.sæti og þarf sigur í baráttunni um evrópusæti. Þvílíkur leikur þetta verður. Mig langar að setja jafntefli en held að piltar Rúnars hafi þetta 0-2 eða eigum kannski að segja 1-3 líkt og fyrri leikurinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner