Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sextán ára í byrjunarliði hjá Liverpool
Kaide Gordon.
Kaide Gordon.
Mynd: Getty Images
Það voru fréttir um það fyrr í dag að hinn 16 ára gamli Kaide Gordon yrði í leikmannahópi Liverpool gegn Norwich í enska deildabikarnum. Það er búið að gefa út byrjunarliðin og þar er Gordon.

Hann kemur bara beint inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik í þriðju umferð deildabikarsins.

Gordon verður sautján ára eftir tvær vikur en hann er kantmaður sem getur einnig spilað fyrir aftan framherjann. Hann á að baki þrjá leiki fyrir yngri landslið Englands.

Liverpool greiddi Derby eina milljón punda fyrir leikmanninn í fyrra og getur kaupverðið hækkað upp í þrjár millljónir punda.

Byrjunarlið Liverpool er mjög breytt frá síðasta deildarleik gegn Crystal Palace. Aðeins Ibrahima Konate og Kostas Tsimikas halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Hinn 18 ára gamli Connor Bradley spilar jafnframt sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Liverpool.

Byrjunarlið Liverpool: Kelleher, Bradley, Konate, Gomez, Tsimikas, Keita, Jones, Oxlade-Chamberlain, Gordon, Minamino, Origi.
(Varamenn: Adrian, Henderson, Jota, Robertson, Phillips, Morton, Balagizi)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner