Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. desember 2022 14:45
Elvar Geir Magnússon
„Ég get farið til Arsenal, en ef þú vilt fá mig fer ég til Man Utd“
Lisandro Martínez.
Lisandro Martínez.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Lisandro Martínez var að nálgast Arsenal síðasta sumar þegar Erik Ten Hag fékk hann til að fylgja sér frá Ajax til Manchester United.

Martínez, sem varð heimsmeistari með Argentínu á sunnudag, skrifaði undir fimm ára saming við United í júlí en hann var keyptur til félagsins á 55 milljónir punda.

Martínez lék í þrjú ár undir stjórn Ten Hag hjá Ajax.

„Martínez var búinn að ákveða að hann vildi yfirgefa Ajax. Ef við hefðum ekki keypt hann þá hefði hann farið til Arsenal. Þeir lögðu mikla áherslu á að fá hann," segir Ten Hag í viðtali við hollenska fjölmiðla.

„Á einum tímapunkti hringdi hann í mig og sagði: 'Ég ætla að yfirgefa Ajax. Ég get farið til Arsenal en ef þú vilt fá mig þá fer ég til Manchester United' - Ég hugsaði þá að ég gæti ekki skotið sjálfan mig í fótinn og United ekki heldur, það var hvort sem er útilokað að hann yrði áfram í Amsterdam."
Athugasemdir
banner
banner