Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. mars 2024 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Félagar Bjarka Más vældu sig með á leikinn - „Vorum tregir út"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það vakti mikla athygli að Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta var mættur ásamt liðsfélögum sínum í ungverska liðinu Vezprem voru mættir á leik Íslands gegn Ísrael í gær.


Bjarki var í spjalli í útvarpsþætti Fótbolta.net sem var gefinn út í hlaðvarpsformi í dag.

„Ég ætlaði alltaf á leikinn. Ég þurfti ekki að draga þessa liðsfélaga mína með, þeir komust að því að ég væri að fara og eiginlega vældu sig inn í þetta," sagði Bjarki Már.

Rodrigo Corrales, landsliðsmarkvörður Spánar í handbolta, og Hugo Descat, sem varð Evrópumeistari með franska landsliðinu í janúar síðastliðinn voru með Bjarka. Þeir voru klæddir í íslenskar landsliðstreyjur í gær.

„Ég á bara eina landsliðstreyju, það er Viðar Kjartans, ég ætlaði að fara í henni. Mér fannst lúðalegt að mæta í treyju af sjálfum mér. Þeir vildu endilega fá einhverja bláa treyju, ég var bara með treyjur af mér og Viðari þannig þeir þurftu að bíta í það súra epli," sagði Bjarki Már.

Þeir létu vel í sér heyra en Bjarki kenndi þeim það helsta á íslensku.

„Spánverjinn var mjög áhugasamur og var kominn með þetta allt á lás undir restina 'Áfram Ísland' og 'Koma svo strákar' og allt þetta. Hann var líka farinn að búa til einhverja söngva. Það var mjög gaman hjá okkur," sagði Bjarki Már.

Þeir slysuðust inn í svokallað 'mixed zone' þar sem fjölmiðlar taka viðtöl við leikmenn eftir leikinn. Það virtist ekki fara vel í alla.

„Þegar við löbbuðum út úr 'vippinu' komum við út þar sem fjölmiðlar voru að taka viðtöl, þetta var mjög skrítið 'setup' á þessum velli. Við vorum tregir út, það var gaman hjá okkur. Íslensku leikmennirnir voru að koma, það hefði verið gaman að hitta aðeins á þá," sagði Bjarki Már.


Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner