Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Southgate um Man Utd: Er að reyna að vinna EM
Mynd: Getty Images

Enskir fjölmiðlar hafa verið að keppast um að orða Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, við stjórastarf Manchester United að undanförnu.


Erik ten Hag stjóri Man Utd er undir mikilli pressu og er talið að Sir Jim Ratcliffe, minnihllutaeigandi Man Utd, vilji að Southgate taki við af Ten Hag ef hann verður rekinn í sumar.

Southgate er að undirbúa landsliðið fyrir EM í Þýskalandi í sumar en liðið mætir Brasilíu í æfingaleik á morgun og Belgíu á þriðjudaginn.

„Það er tvennt frá mínu sjónarhorni. Eitt er að ég er þjálfari enska landsliðsins. Ég er með eitt markmið: reyna að vinna Evrópumótið. Á undan því eru tveir mikilvægir leikir í þessari viku," sagði Southgate.

„Annað er að Man Utd er með stjóra. Það er alltaf fáránleg vanvirðing þegar það eru vangaveltur um stjóra sem er þegar með starf."


Athugasemdir
banner
banner