Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toppliðin berjast um Rodrygo - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid
Powerade
Rodrygo.
Rodrygo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil barátta um Branthwaite.
Það er mikil barátta um Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Onana er á óskalista Barcelona.
Onana er á óskalista Barcelona.
Mynd: EPA
Gærdagurinn var frábær og við byrjum þennan dag skemmtilega með slúðurpakkanum. Hér er það helsta á þessum föstudegi.

Manchester United er með augastað á Joao Gomes (23), miðjumanni Wolves, og horfir á hann sem arftaka fyrir Casemiro (32). (Mirror)

Arsenal, Liverpool, Manchester City og Man Utd hafa áhuga á Rodrygo (23), framherja Real Madrid, en spænska stórveldið gæti freistast til að selja hann fyrir 85 milljónir punda. (Sport)

Liverpool er að plana að leyfa Joel Matip (32), Thiago Alcantara (32) og markverðinum Adrian (37) að yfirgefa félagið í sumar. (Football Insider)

Manchester United mun fá samkeppni frá Real Madrid um Jarrad Branthwaite (21), miðvörð Everton í sumar. (Give Me Sport)

Getafe mun líklega ekki fá sóknarmanninn Mason Greenwood (22) aftur á láni þar sem Man Utd er að vonast til að selja hann. (Sun)

Barcelona er tilbúið að bjóða Everton fjóra leikmenn - Ansu Fati (21), Clement Lenglet (28), Sergino Dest (23) og Fermin Lopez (20) - fyrir miðjumanninn Amadou Onana (22). (Sport)

Hollenski miðjumaðurinn Teun Koopmeiners (26) hefur beðið um sölu frá Atalanta í sumar og er Liverpool eitt þeirra félaga sem hefur áhuga. (Metro)

Starf Erik ten Hag er allavega öruggt út tímabilið en honum hefur tekist að heilla Sir Jim Ratcliffe, nýjan minnihlutaeiganda Manchester United, á undanförnum vikum. (Guardian)

Man Utd og Brighton eru að skoða það að fá miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Hall (25) í sínar raðir frá Leicester en hann gæti verið fáanlegur á góðu verði ef Leicester tekst ekki að komast upp í ensku úrvalsdeildina. (90min)

Timo Werner (28) vill ólmur vera keyptur til Tottenham frá RB Leipzig. (Telegraph)

Alexandre Lacazette, fyrrum sóknarmaður Arsenal og núverandi fyrirliði Lyon í Frakklandi, er að vekja mikinn áhuga hjá félögum í Sádi-Arabíu. (L'Equipe)

West Ham mun reyna aftur við Harry Maguire (31), varnarmann Manchester United í sumar. (Football Insider)

Maguire vill helst halda Gareth Southgate sem landsliðsþjálfara Englands þrátt fyrir að Man Utd sé að íhuga að ráða hann sem stjóra sinn. (Express)

AC Milan ætlar að reyna að losa sig við sóknarmanninn Divock Origi (28) þegar hann snýr til baka úr láni frá Nottingham Forest. (Calciomercato)

Newcastle hefur verið að fylgjast með Quilindschy Hartman (22), bakverði Feyenoord í Hollandi. (Football Transfers)

Miðvörðurinn Victor Lindelöf (29) segist vera einbeittur á Man Utd og er ekki að hugsa um Sádi-Arabíu. (Fotbollskanalen)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner