Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 22. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja hækka riftunarverðið í samningi Neves enn frekar
Joao Neves.
Joao Neves.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Joao Neves er afar eftirsóttur en hann þykir einn mest spennandi leikmaður í Evrópu um þessar mundir. Hann er mikilvægur hlekkur í sterku liði Benfica og er núna partur af einu af gæðamestu landsliðum heimsfótboltans, því portúgalska.

Á meðal félaga sem eru áhugasöm um hann eru Manchester United, Chelsea, Bayern München, Liverpool og Paris Saint-Germain.

Samkvæmt OJogo í Portúgal ætlar Benfica ekki að missa hann ódýrt og er félagið að stefna á viðræður við hann um nýjan samning með hærra riftunarverði.

Benfica vonast til að halda í Neves í eitt ár í viðbót með því að hækka riftunarverð hans úr 120 milljónum evra í 150 milljónir evra.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist en Neves er núna einn launalægsti leikmaður Benfica og myndu laun hans hækka verulega ef hann myndi skrifa undir nýjan samning.
Athugasemdir
banner