Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 22. apríl 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crystal Palace segist vera elsta atvinnumannafélag heims
Crystal Palace hefur verið í ensku úrvalsdeildinni frá 2013.
Crystal Palace hefur verið í ensku úrvalsdeildinni frá 2013.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace kveðst vera elsta atvinnumannafélag í heimi.

Samkvæmt enska knattspyrnusambandinu er Sheffield F.C. sem spilar í utandeild elsta félag í heimi - stofnað 1857. Notts County, stofnað 1862, var elsta atvinnumannafélagið áður en félagið féll úr D-deild Englands í fyrra.

Það er jafnan talið að Crystal Palace hafi verið stofnað 1905, en sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Peter Manning er búinn að finna tengingu við Palace aftur til ársins 1861.

Crystal Palace var stofnað sem krikketfélag, en á veturnar var spilaður fótbolti hjá félaginu svo leikmenn gætu haldið sér í formi. Krikketmenn Crystal Palace byrjuðu með sitt eigið fótboltafélagið árið 1861. Þeirra fyrsti fótboltaleikur var svo í mars árið eftir. Manning heldur að það sé tengin á milli krikketfélagsins og Crystal Palace í núverandi mynd.

Fram kemur á vefsíðu félagsins að Crystal Palace hafi meira að segja tekið þátt í að stofna elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarinn, árið 1871.

„Sem stuðningsmaður Crystal Palace allt mitt líf þá er ótrúlegt að við séum með lögmæta kröfu á að vera elsta atvinnumannafélag sem enn er til," segir Steve Parish, stjórnarformaður Palace, sem fagnar víst 160 ára afmæli á næsta ári.

Hér að neðan má sjá útskýringarmyndband.


Athugasemdir
banner
banner
banner