Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 22. apríl 2021 12:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Birkir í aðgerð í næstu viku - Frá í nokkra mánuði
Lengjudeildin
Aron Birkir í leik síðasta sumar
Aron Birkir í leik síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Birkir Stefánsson var á hækjum þegar Þór mætti KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í gær.

Aron Birkir glímir við hnémeiðsli en hann fór snemma leiks af velli þegar Þór mætti Völsungi í æfingaleik um síðustu helgi.

Aron er á leið í aðgerð næsta miðvikudag, þetta staðfesti hann við Fótbolta.net.

„Það er brot í hnéskelinni sem þarf að festa saman og það þarf líka að festa hnéskelina betur. Það er talað um 10-12 vikur í endurhæfingu," sagði Aron Birkir í morgun. Það er því sennilegt að Aron Birkir verði frá út júlí en gæti, ef endurhæfingin gengur vel, verið klár í ágúst.

Auðunn Ingi Valtýsson, sem er á elsta ári í 2. flokki, varði mark Þórsara í gær og stóð sig vel. Það er óljóst hvort Þórsarar ætli að fá inn markvörð.

Þór mætir Magna í Mjólkurbikarnum eftir rúma viku og viku eftir það mætir liðið Gróttu í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.


Auðunn Ingi í leiknum í gær - Jói, þetta er peysutog.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner