Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 17:29
Brynjar Ingi Erluson
Oleksandr Zinchenko til Arsenal (Staðfest)
Oleksandr Zinchenko er fimmti leikmaðurinn sem Arsenal fær í sumar
Oleksandr Zinchenko er fimmti leikmaðurinn sem Arsenal fær í sumar
Mynd: Arsenal
Úkraínski leikmaðurinn Oleksandr Zinchenko skrifaði í dag undir langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal, en hann kemur frá Englandsmeistaraliði Manchester City.

Zinchenko, sem er 25 ára gamall, er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað bæði sem vinstri bakvörður og á miðjunni.

Hann kom til Man City frá rússneska félaginu Ufa fyrir sex árum og hefur síðan þá unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum.

Úkraínumaðurinn er nú mættur til Arsenal fyrir 30 milljónir punda og skrifaði hann í dag undir langtímasamning eftir að hafa staðist læknsskoðun.

Þetta er fimmti leikmaðurinn sem Mikel Arteta fær til Arsenal í sumar á eftir Gabriel Jesus, Marquinhos, Matt Turner og Fabio Vieira.


Athugasemdir
banner
banner