Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu vítið: Gallagher skúrkurinn eftir hræðilegt víti
Mynd: EPA
Chelsea mætti bandaríska liðinu Charlotte í æfingaleik í fyrri nótt. Eftir 90 mínútur var staðan 1-1 svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Bandaríkjamaðurinn Christan Pulisic kom Chelsea yfir en Charlotte jafnaði metin seint í leiknum úr vítaspyrnu eftir að dómarinn dæmdi hendi á Trevoh Chalobah.

Þá hófst vítaspyrnukeppnin, Charlotte hafði skorað úr þremur fyrstu spyrnunum sínum, Kai Havertz og Ben Chilwell skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Chelsea.

Hinn ungi, Conor Gallagher steig á punktinn og gerði sig tilbúinn til að taka þriðju spyrnuna. Hann ákvað að setja boltann nokkuð laust beint á markið. Markvörður Charlotte haggaðist ekki og greip boltann örugglega.

Það var eina klúðrið í keppninni svo Charlotte fór með 5-4 sigur af hólmi í vítaspyrnukeppninni. Klúðrið hjá Gallagher má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner