Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. ágúst 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Búin að vera hundleiðinleg saga með hann að undanförnu"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli síðustu árin.

Alfreð, sem er sóknarmaður Augsburg, hefur misst af byrjun tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni vegna ökklameiðsla.

Það eru mikilvægir landsleikir í næsta mánuði hjá Íslandi í undankeppni HM. Óvíst er hvort Alfreð geti tekið þátt í þeim leikjum. Rætt var um Alfreð og hans óheppni í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Þetta er búið að vera hundleiðinleg saga með hann að undanförnu," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það liggur við að næst þegar hann taki þátt í landsliðsverkefni að hann verði landsliðsþjálfari eða formaður KSÍ, frekar en leikmaður," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Staðan á landsliðinu okkar, þetta verður mjög áhugavert," sagði Tómas en landsliðshópurinn hjá A-landsliði karla verður tilkynntur á næstu dögum fyrir verkefni í september.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Boltinn með Blandon og Fram fögnuður
Athugasemdir
banner
banner
banner