Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. desember 2020 23:24
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Væru risastór mistök að reka Arteta
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stýrði Manchester City til sigurs gegn Arsenal í deildabikarnum fyrr í kvöld. Man City niðurlægði Arsenal á Emirates leikvanginum og er starf Mikel Arteta við stjórnvölinn hjá Arsenal talið vera í hættu.

Guardiola hefur miklar mætur á Arteta eftir að hann starfaði sem aðstoðarstjóri hans hjá Man City áður en hann tók við Arsenal, sínu fyrrum félagsliði.

„Það væru risastór mistök að reka Mikel, ég er viss um að félagið mun halda trausti við hann. Ég starfaði með honum í mörg ár og veit hvað hann hefur fram á að færa. Hann mun gera frábæra hluti, það er aðeins tímaspursmál," sagði Guardiola.

„Undir hans stjórn hefur félagið unnið tvo titla eftir mikla þurrð. Liðið hefur verið að spila vel þrátt fyrir meiðslavandræði og óheppileg úrslit."

Man City vann 1-4 gegn Arsenal en þriðja mark City hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu.

„Leikurinn var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Við fengum aðstoð í öðru markinu og það þriðja var líklega ólöglegt. Þetta hefði verið allt annar leikur án rangstöðumarksins."
Athugasemdir
banner
banner