Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. desember 2020 13:34
Elvar Geir Magnússon
Telur að Arteta fái þrjá leiki til að bjarga starfinu
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Perry Groves, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Mikel Arteta fái þrjá leiki til að bjarga starfi sínu sem stjóri Arsenal.

Arsenal hefur tapað átta af fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er í fimmtánda sæti.

„Ég tel að hann fái þrjá leiki. Manchester City í deildabikarnum (8-liða úrslit í kvöld), Chelsea á öðrum degi jóla og svo leikinn gegn Brighton á útivelli," segir Groves.

„Ég er á því að stjórar eigi að fá þrjá félagaskiptaglugga til að taka til í liðinu og eitt heilt tímabil. Þá sé rétt að dæma þá. En þegar hlutirnir eru svona slæmir og þetta gengur svona illa þá er ekki hægt að fá heilt tímabil."

„Ég vona að hann snúi genginu við, en ef frammistaðan batnar ekki verður að bregðast við."
Athugasemdir
banner