Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. desember 2022 09:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Að öllum Meistaradeildarfélögum hafi verið boðið að fá Ronaldo
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Axel Hellman, stjórnarformaður Eintracht Frankfurt í Þýskalandi, segir að félaginu hafi verið boðið að fá Cristiano Ronaldo síðasta sumar.

Manchester United missti af Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð og voru sögur á kreiki um að hann 37 ára gamli Ronaldo hefði áhuga á því að yfirgefa félagið fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Hann fékk svo ósk sína uppfyllta í síðasta mánuði þegar samningi hans var rift í kjölfarið á viðtali sem hann fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan. Í viðtalinu gagnrýndi hann Man Utd og liðsfélaga sína.

„Okkur bauðst að fá hann. Ég hef það á tilfinningunni að öllum félögum í Meistaradeildinni hafi verið boðið að fá hann," segir Hellman við DAZN.

Áhuginn á Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, er ekki mikill í Evrópu. Því er útlit fyrir það að hann sé á leið til Sádí-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner