Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. mars 2020 08:55
Elvar Geir Magnússon
Godín og Koulibaly orðaðir við Man Utd
Diego Godín.
Diego Godín.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Manchester United hafi áhuga á Diego Godín, varnarmanninum reynslumikla hjá Inter.

Godín er 34 ára og segir Corriere dello Sport að Ole Gunnar Solskjær vilji koma með aukna reynslu í öftustu línu hjá sér.

Í síðustu viku bárust fréttir af því að Inter væri tilbúið að losa Godín eftir aðeins eitt ár í ítölsku A-deildinni. Þessum fyrrum leikmanni Atletico Madríd hefur gengið illa að aðlagast nýju félagi.

Í slúðurpakkanum í dag var Kalidou Koulibaly, 28 ára miðvörður Napoli, enn og aftur orðaður við United.

Koulibaly er sagður vera tilbúinn að breyta til á ferli sínum en hann myndi kosta í kringum 80 milljónir punda. Skiptar skoðanir eru á því hvort það yrði rétta skrefið fyrir United að stunda þau viðskipti.

„Koulibaly er frábær varnarmaður, enginn vafi er á því. En hann myndi ekki mæta og hafa sömu áhrif og Van Dijk hafði hjá Liverpool. Varnarleikurinn var þá akkilesarhæll Liverpool en vandræði United eru ekki í vörninni. Hjá United á að vera í forgangi að bæta liðið framar á vellinum," segir Alex Richards, íþróttafréttamaður Mirror.
Athugasemdir
banner
banner