Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. mars 2024 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Þægilegur sigur Hauka
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Augnablik og Haukar unnu bæði í C-deild Lengjubikars kvenna í kvöld.

Guðrún Inga Gunnarsdóttir skoraði tvívegis í 4-0 sigri Hauka á Smára í riðli 1.

Ana Catarina Da Costa Bral skoraði fyrsta markið á 4. mínútu áður en Guðrún gerði mörk sín á sjö mínútna kafla.

Hera Róbertsdóttir kláraði síðan dæmið með fjórða markinu undir lok leiks. Haukar eru á toppnum með 7 stig eftir þrjá leiki en Smári tapaði öllum leikjum sínum og hafnaði því í botnsæti riðilsins.

Augnablik endaði Lengjubikarinn á góðum nótum er liðið lagði Völsung, 1-0, í riðli 2. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir skoraði eina markið á 25. mínútu, en gestirnir í Völsungi léku manni færri frá 66. mínútu er Árdís Rún Þráinsdóttir fékk að líta rauða spjaldið.

Augnablik er í næst neðsta sæti með 3 stig, en Völsungur, sem á leik til góða, er í 3. sæti með jafnmörg stig.

Smári 0 - 4 Haukar
0-1 Ana Catarina Da Costa Bral ('4 )
0-2 Guðrún Inga Gunnarsdóttir ('9 )
0-3 Guðrún Inga Gunnarsdóttir ('16 )
0-4 Hera Róbertsdóttir ('90 )

Augnablik 1 - 0 Völsungur
1-0 Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('25 )
Rautt spjald: Árdís Rún Þráinsdóttir , Völsungur ('66)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 4 3 1 0 15 - 8 +7 10
2.    Fjölnir 4 3 0 1 16 - 7 +9 9
3.    Álftanes 4 1 2 1 8 - 10 -2 5
4.    KH 4 1 1 2 8 - 8 0 4
5.    Smári 4 0 0 4 4 - 18 -14 0
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KR 4 3 1 0 12 - 6 +6 10
2.    ÍH 4 3 0 1 8 - 5 +3 9
3.    Völsungur 4 1 1 2 6 - 6 0 4
4.    Augnablik 4 1 0 3 6 - 10 -4 3
5.    Einherji 4 1 0 3 3 - 8 -5 3
Athugasemdir
banner
banner