Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. mars 2024 12:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Liverpool fá skaðabætur eftir troðninginn í París
Mynd: EPA

UEFA hefur borgað stuðningsmönnum Liverpool skaðabætur sem slösuðust í troðningi fyrir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar í París árið 2022.


Það var mikill troðningur fyrir leikinn og franska lögreglan beitti táragasi á stuðningsmenn Liverpool fyrir leikinn sem frestaðist um rúmlega hálftíma þar sem stuðningsmenn komust ekki inn á völlinn.

UEFA og lögreglan kenndu miðalausum stuðningsmönnum fyrst um sinn um atvikið en UEFA baðst afsökunnar nokkrum dögum eftir atvikið.

Nú hefur komið í ljós að UEFA ber aðalábyrgð á þessu og hefur borgað fjölda stuðningsmanna Liverpool skaðabætur en upphæðin mun ekki vera gefin upp.


Athugasemdir
banner
banner