Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 23. maí 2021 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool vann upp tíu stiga forskot Leicester
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag og það var mikil dramatík í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Að lokum voru það Liverpool og Chelsea sem enduðu í Meistaradeildarsæti. Leicester missti af því eftir 4-2 tap gegn Tottenham.

Leicester missteig sig einnig á lokametrunum í fyrra en það er í raun ótrúlegt hvernig fór í ár.

Leicester var nefnilega með fimm stigum meira en Chelsea og tíu stigum meira en Liverpool eftir 29 leiki. Í síðustu níu leikjunum vann Leicester þrjá leiki, tapaði fimm og gerði eitt jafntefli.

Liverpool kom sér hins vegar mikið á skrið, vann sjö leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu tíu deildarleikjum sínum. Liverpool náði að enda með þremur stigum meira en Leicester í þriðja sæti.

Chelsea endaði í fjórða sæti með einu stigi meira en Leicester eftir að hafa unnið fimm af síðustu níu leikjum sínum. Chelsea gerði þá eitt jafntefli og tapaði þremur.

Í síðustu níu leikjunum náði Leicester í tíu stig, Liverpool náði í 23 stig og Chelsea safnaði 16 stigum.
Athugasemdir
banner
banner