Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   mán 23. júní 2025 00:17
Alexander Tonini
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að fara inn í mjög erfiðan leik. Skagaliðið þrátt fyrir stöðunni sem þeir eru í, þá er þetta gott lið og góðir leikmenn. Það var erfitt að brjóta þá, auðvitað i lokin þegar við erum komnir í 3-0, þá fáum við fullt af færum.
Við þurftum líka að hafa fyrir því að verja markið okkar. Erfiður leikur en ég held að á endanum hafi þetta bara verið mjög sanngjarnt"
, sagði Jökull Elísabetarson um leik sinna manna sem sóttu þrjú sterk stig á Skaganum í kvöld og sigurgangan heldur áfram hjá strákunum í Garðabænum.

Varnarleikur Stjörnunnar var almennt traustur í þessum leik – eitthvað sem Jökull hafði sérstaklega lagt áherslu á eftir misjafna frammistöðu gegn Keflavík fyrr í vikunni, þegar liðið vann 4–2 og tryggði þar með sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Já bara klárlega. Mér fannst við verja markið okkar, teigin okkar, svæðin í kringum og já bara varnarleikurinn miklu betri. Að hluta til er auðveldara að verjast uppspili á svona velli, það er bara erfiðara að spila honum. Samt var ég ánægður með margt í varnarleiknum, svo er annað sem maður getur ennþá gert betur"

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Stjarnan

Framherjinn knái, Emil Atlason, fékk hvíld í þessum leik og ákvað Jökull að stilla Andra Rúnar Bjarnason upp í fremstu víglínu. Þrátt fyrir þessa breytingu hélt sóknarleikur liðsins áfram af krafti og spilamennskan í framlínunni hélst á sömu góðu nótum.

„Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann. Það er ekki issue fyrir okkur að spila honum, hann er auðvitað búinn að sitja svolítið á hakanum undanfarið og búinn að fá lítinn spiltíma sem er í engu takti við impaktið sem hann hefur á þennan hóp. Auðvitað eru gæði í þessu liði og góðir leikmenn, bara góð liðsheild"

„Bara stífleiki, auðvitað búið að vera mikið álag á einhverjum leikmönnum. Við náðum að halda einhverjum fyrir utan þetta sem er bara fínt. Svo er líka barátta um sæti í liðinu og það er gaman að sjá að allir eru klárir. Allir sem komu inn voru sharp í öllum stöðum", bætti Jökull við að leikslokum um breytingarnar sem voru gerðar fyrir leik og þá ákvörðun um að nota tækifæri til að hvíla leikmenn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner