Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   sun 23. ágúst 2020 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emir Dokara: Þjálfarinn komið illa fram við mig án ástæðu
Lengjudeildin
Emir Dokara.
Emir Dokara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emir hefur leikið í Ólafsvík frá 2011.
Emir hefur leikið í Ólafsvík frá 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti mikla athygli á föstudagskvöld þegar Emir Dokara, reynslumesti leikmaður Víkings Ólafsvíkur, ritaði færslu á stuðningsmannavef félagsins á Facebook.

Í færslunni sagði hann að Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, hefði rekinn hann án þess að gefa honum ástæðu.

Þetta gerðist seint á föstudagskvöld og eftir miðnætti sendi Víkingur Ólafsvík frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að Emir væri kominn í ótímabundið leyfi en hann væri enn leikmaður liðsins.

„Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu," sagði í yfirlýsingunni sem lesa má í heild sinni hérna.

Emir, sem hefur verið fyrirliði Ólsara, vill koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna Víkings Ólafsvíkur.

„Kæru stuðningsmenn. Það hefur verið ákveðið að senda mig í ótímabundið leyfi. Ákvörðun að gera það tók þjálfari liðsins, hann hefur komið illa fram við mig án þess að hafa sérstaka ástæðu fyrir því," segir Emir.

„Hann mat skoðanir sumra leikmanna meira en spurði mig aldrei almennilega um mína... Ég hef aldrei sagt eða gert eitthvað rangt við hann sem mun hafa orsakað svona viðbrögð og hegðun."

„Ég er ekki lengur virtur, velkominn né metinn af nýjum þjálfara og innan liðsins, og í samráði við stjórn Víkings og með hag félagsins að leiðarljósi hef ég ákveðið að klára ekki tímabilið."

„Ég vil þakka stjórninni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að vera hluti af þessu félagi. Ég vil líka þakka ykkur, kæru stuðningsmenn, fyrir stuðninginn öll þessi ár; svo margt gott sem við höfum upplifað saman. Og vil ég einnig þakka öllum hinum sem voru hluti af félaginu."

„Takk kærlega fyrir mig og gangi ykkur vel."

Þess má geta að Emir hefur spilað í Ólafsvík frá 2011. Hann er með samning við félagið í eitt tímabil í viðbót en staða hans er frekar óljós í augnablikinu.

Sjá einnig:
Tímabilið hjá Ólsurum efni í Amazon heimildarþætti
Athugasemdir
banner
banner
banner