Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   lau 22. ágúst 2020 00:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emir Dokara í ótímabundið leyfi - Er enn leikmaður Ólsara
Lengjudeildin
Emir Dokara.
Emir Dokara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því sem Emir Dokara, leikmaður félagsins, lét frá sér á stuðningsmannasíðu Ólsara fyrir nokkrum klukkustundum.

Dokara sagði að Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, hefði rekið sig og ekki gefið ástæðu fyrir því. Hann eyddi svo færslunni nokkrum mínútum síðar, en eitthvað upp á milli Emir og Guðjóns.

Ólsarar segja það ekki rétt að Emir hafi verið rekinn úr félaginu, en hann er kominn í ótímabundið leyfi.

„Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu," segir í yfirlýsingunni.

„Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið."

Víkingur Ólafsvík er í tíunda sæti Lengjudeildarinnar eins og er. Liðið mætir Vestra á sunnudag.

„Það er erfiður róður hjá félaginu okkar um þessar mundir og í mörg horn að líta. Nú er framundan það vandasama verkefni að snúa gengi sumarsins við og biðlum við til okkar frábæru stuðningsmanna að styðja liðið áfram í blíðu og stríðu."

Emir hefur spilað með Víkingi síðan 2011 og gegnt hluverki fyrirliða. Emir verður 34 ára í september. Hann hefur spilað níu leiki í deild og bikar í sumar og skorað eitt mark. Hann spilaði allan leikinn í 6-1 tapi gegn Keflavík fyrr í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner