Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 22. ágúst 2020 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímabilið hjá Ólsurum efni í Amazon heimildarþætti
Lengjudeildin
Frá Ólafsvíkurvelli.
Frá Ólafsvíkurvelli.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Víkingur Ólafsvík tapaði 6-1 fyrir Keflavík í síðasta leik sínum í Lengjudeildinni.
Víkingur Ólafsvík tapaði 6-1 fyrir Keflavík í síðasta leik sínum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er verst að það sé ekki verið að gera einhverja Amazon heimildarþætti þarna á bak við tjöldin," sagði íþróttafréttamaðurinn Runólfur Trausti Þórhallsson í útvarpsþættinum Fótbolta.net fyrr í dag.

Þá var verið að tala um tímabilið hjá Víkingi Ólafsvík til þessa.

„Það er þetta Jón Páls mál, það er þessi Covid sóttkví, ráðningin á Gauja Þórðar... það verður bara að segjast að hún hafi ekki virkað vel hingað til," sagði Elvar Geir Magnússon.

Það hefur mikið verið í gangi í Ólafsvík frá því að þetta tímabil hófst og það var kórónað í gær þegar Emir Dokara, reynslumesti leikmaður liðsins, skrifaði færslu á stuðningsmannasíðu Ólsara þar sem hann sagði að Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, hefði rekinn hann án þess að gefa honum ástæðu.

Þetta gerðist seint í gærkvöldi og eftir miðnætti sendi Víkingur Ólafsvík frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að Emir væri kominn í ótímabundið leyfi en hann væri enn leikmaður liðsins.

„Maður var búinn að heyra að í þessum leik á móti Keflavík (sem endaði með 6-1 tapi) hafi menn verið að rífast innbyrðis í Ólafsvíkurliðinu og það virðist sem það sé einhver sundrungur þarna. Svo kemur þetta dæmi í gærkvöldi þar sem Emir Dokara, fyrirliðinn, kemur með færslu sem stendur inn í smástund," sagði Elvar Geir.

„Það var víst einhver hiti á milli Emir og Guðjóns, og Guðjón rak hann víst ekki. Hann sagði honum bara að fara heim og hugsa sinn gang, heyrir maður. Emir hefur tekið því sem svo að hann hafi verið rekinn úr liðinu. Það gustar í Ólafsvík. Ég kenni í brjósti um starfsfólk félagsins, það góða fólk sem er í kringum félagið," sagði Elvar jafnframt.

„Allur stöðugleikinn síðustu ár með Ejub í brúnni og hann er varla farinn í korter og þá er allt í ljósum logum. Það eina sem getur bjargað þeim í sumar er að það eru tvö slakari lið í þessari deild. En hvert fara þeir eftir þetta?" sagði Runólfur.

Rafn Markús Vilbergsson segist hafa heyrt það frá Keflavík að það hafi verið skrítið að spila á móti Ólsurum, það hafi verið eins og að spila gegn 11 mismunandi einstaklingum en ekki liði.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni.
Íslenski boltinn - Staða Arnars, KR í sóttkví og drama í Ólafsvík
Athugasemdir
banner
banner