Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk ekki nægilega áhugasamur
Powerade
Arsenal hafnaði tækifæri á að fá Van Dijk. Hér er hann með góðvini sínum, Joe Gomez.
Arsenal hafnaði tækifæri á að fá Van Dijk. Hér er hann með góðvini sínum, Joe Gomez.
Mynd: Getty Images
Rabiot er orðaður við Manchester City.
Rabiot er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Það er komið á slúðrinu á þessum ágætis sunnudegi. Skoðum hvað er í umræðunni.



Jack Grealish (22) ætlar ekki að fara til Tottenham. Hann ætlar þess í stað að endursemja við Aston Villa. (Express)

Andrea Agnelli, forseti Juventus, vill að félagið kaupi Leroy Sane (22) frá Manchester City. (Calciomercato)

Manchester City hefur bæst við í kapphlaupið um Frenkie de Jong (21), miðjumann Ajax. Manchester United hefur líka sýnt honum áhuga. (Mirror)

City er líka að skoða möguleikann á því að fá Adrien Rabiot (23) aftur til félagsins. Rabiot er miðjumaður sem var í stuttan tíma hjá City sem táningur. Samningur hans við Paris Saint-Germain rennur út næsta sumar. (Star)

David Neres (21), kantmaður Ajax, er orðaður við Tottenham og Roma. (De Telegraaf)

Fulham er að undirbúa 18 milljón punda tilboð í Maxwell Cornet (21), sóknarmann Lyon. (Sun on Sunday)

Arsenal hafnaði tækifærinu á að kaupa varnarmanninn Virgil van Dijk (27), núverandi leikmann Liverpool, frá Celtic þegar hann spilaði þar, vegna þess að hann virtist ekki nægilega áhugasamur. (Bein Sport)

Kyle Walker (28), leikmaður Manchester City, vill aftur fara að spila bakvörð fyrir enska landsliðið eftir að hafa spilað sem miðvörður á HM í Rússlandi. (Mail on Sunday)

Wolves ætlar að stækka við akademíu sína og leggja meiri fjármuni í hana. Úlfarnir ætla að berjast við lið eins og Manchester City um bestu ungu leikmenn heims. (Sunday Mirror)

Stephen Caulker (26), fyrrum varnarmaður Liverpool, Cardiff og QPR, gæti verið á leið til Wigan á frjálsri sölu. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner