Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. mars 2021 23:00
Aksentije Milisic
Ödegaard meiddist á ökkla í kvöld
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, leikmaður Arsenal og Noregs, meiddist á ökkla í leik Noregs og Gíbraltar í undankeppni HM í kvöld.

Þetta er áhyggjuefni fyrir Noreg og Arsenal en Ödegaard hefur verið að spila mjög vel fyrir Arsenal upp á síðkastið.

Hann sneri sig á ökkla á gervigrasinu í Gíbraltar í fyrri hálfleiknum og þurfti að fara af velli í hálfleik. Ödegaard var með fyrirliðabandið hjá Norðmönnum í kvöld.

Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur eins og áður segir verið að spila mjög vel undanfarið og vonandi fyrir stuðningsmenn Arsenal og Noregs að hann verði ekki lengi frá vegna þessara meiðsla.

Noregur vann leikinn með þremur mörkum gegn engu en Erling Braut Haaland tók við fyrirliðabandinu af Ödegaard í síðari hálfleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner