Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. mars 2024 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Endrick ánægður með markið á Wembley - „Bobby Charlton er goðsögn hérna"
Endrick setur sigurmarkið
Endrick setur sigurmarkið
Mynd: EPA

Endrick var hetja brasilíska landsliðsins þegar hann skoraði eina markið í sigri á enska landsliðinu í æfingaleik á Wembley í gær.


Endrick er aðeins 17 ára gamall og spilar með Palmeiras í heimalandinu en hann mun ganga til liðs við Real Madrid í sumar.

Hann var virkilega ánægður með sigurmarkið í gær en hann minntist á Bobby Charlton goðsögn í enska boltanum í viðtali eftir leikinn.

„Bobby Charlton er goðsögn hérna, að spila á vellinum sem Bobby lék á og skora sama dag og Ronaldo spilaði sinn fyrsta leik. Það eru mikilvægar minningar fyrir mig," sagði Endrick.

Hinn brasilíski Ronaldo lék sinn fyrsta landsleik þann 23 mars árið 1994.

„Fjölskyldan, kærastan og umboðsmaðurinn minn eru hérna. Ég græt ekki mikið, ég er að reyna að halda því inn í mér en þetta er einstakt og ég er mjög ánægður."


Athugasemdir
banner
banner
banner