Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 13:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hrikalegur" verðmiði á Greenwood
Mynd: Getty Images

Mason Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United en ólíklegt að hann verði áfram hjá spænska liðinu á næstu leiktíð.


Þessi 22 ára gamli Englendingur var lánaður til Getafe í sumar eftir að ákærur á hendur hans voru felldar niður.

Getafe er sagt vilja fá hann aftur á láni en spænski miðillinn Mundo Deportivo segir frá því að United vilji selja hann og setur rúmlega 50 milljón punda verðmiða á hann.

Atletico Madrid hefur sýnt honum áhuga en finnst verðmiðinn 'hrikalegur'. Verði hann seldur fyrir þá upphæð yrði hann fjórði dýrasti leikmaðurinn sem United selur á eftir Cristiano Ronaldo, Romelu Lukaku og Angel Di Maria.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner