Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho opinn fyrir því að þjálfa í Portúgal
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho stefnir á að snúa aftur í þjálfun í sumar en hann er opinn fyrir því að snúa aftur heim.

Mourinho var rekinn frá Roma í janúar og leitar hann sér nú að nýju félagi.

Hann var staddur í heimalandi sínu að fylgjast með Moto GP-mótaröðinni er hann ræddi við portúgalska miðla um stöðuna og möguleikann á því að þjálfa aftur í heimalandinu.

„Það er ekkert að frétta. Ég er ekki kominn með félag og er enn á lausu, en ég vil samt vinna og það er stefnan í sumar. Ég mun aldrei segja aldrei, sérstaklega í fótbolta. Líf mitt er fótbolti og ég er tilbúinn að þjálfa hvar sem er,“ sagði Mourinho.

Mourinho gerði Porto að Evrópumeisturum árið 2004 en sá árangur færði honum starf hjá Chelsea um sumarið. Síðan þá hefur hann stýrt Real Madrid, Manchester United, Tottenham, Inter og Roma.
Athugasemdir
banner
banner