Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 24. mars 2024 13:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Það er ráðist á Vinicius því hann er frábær fótboltamaður og er svartur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Brasilía og Spánn mætast á Santiago Bernabeu heimavelli Real Madrid á þriðjudaginn í æfingaleik. Leikurinn verður nýttur fyrirferð gegn rasisma.


Vinicius Jr. leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins hefur orðið fyrir barðinu á rasisma undanfarið en Nico Williams leikmaður Atletico Madrid og spænska landsliðsins var spurður út í rasismann sem Vinicius hefur orðið fyrir.

„Það er ráðist á hann því hann er frábær leikmaður og því hann er svartur. Það er mjög rangt og maður verður að útrýma þessu. Fótbolti er til að njóta, ekki til að móðga. Það er satt að ég hef lent í þessu," sagði Williams.

Það er ansi líklegt að þeir mætist á þriðjudaginn en Vinicius Jr. Lék nánast allan leikinn gegn Englandi í gær en Nico Williams spilaði aðeins tæpan hálftíma í 1-0 tapi spænska landsliðsins gegn Kólumbíu um helgina.


Athugasemdir
banner