Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Undav vill vera áfram hjá Stuttgart
Mynd: EPA
Þýska félagið Stuttgart er í viðræðum við Brighton um kaup á þýska landsliðsmanninum Deniz Undav en leikmaðurinn vill ólmur vera áfram í Þýskalandi.

Undav, sem er 27 ára gamall, er á láni frá Brighton, en hann hefur verið að gera stórkostlega hluti með Stuttgart.

Á þessu tímabili er hann með 14 mörk og 7 stoðsendingar í þýsku deildinni, sem varð til þess að hann var kallaður inn í þýska landsliðið fyrir verkefnið í mars.

Viðræður eru í gangi milli Stuttgart og Brighton, en þær ganga hægt fyrir sig.

„Ég væri mjög ánægður ef þetta myndi ganga hraðar fyrir sig, en þetta er hægt ferli því það þarf að ræða við aðra aðila,“ sagði Undav.

Talið er að Stuttgart þurfi að greiða Brighton um 13-15 milljónir evra til að tryggja sér þjónustu hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner