Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. mars 2024 20:37
Brynjar Ingi Erluson
„Vanmeta Mudryk út frá því hvernig hann hefur verið að spila með Chelsea“
Icelandair
Mykhailo Mudryk
Mykhailo Mudryk
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk verður væntanlega í eldlínunni með landsliðinu er það mætir Íslandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótið á þriðjudag, en það má alls ekki vanmeta hann út frá því sem hann hefur gert með Chelsea undanfarin tvö tímabil.

Chelsea keypti Mudryk frá Shakhtar í janúar á síðasta ári fyrir 89 milljónir punda en hann hefur ekki enn náð að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Mudryk hefur átt erfitt uppdráttar með Chelsea, en hann er allt annar þegar hann spilar með úkraínska landsliðinu og er ein helsta ógn liðsins.

„Ég held að þeir sem hlusti og horfa á ensku deildina vanmeta hann út frá því hvernig hann hefur verið að spila með Chelsea,“ sagði Sæbjörn Steinke í hlaðvarpsþættinum Aldrei Heim, þar sem hann og Elvar Geir Magnússon fóru aðeins yfir leikinn gegn Úkraínu.

Mudryk var nálægt því að ganga í raðir Arsenal á síðasta ári en valdi það að fara til Chelsea.

„Ég er pottþéttur á því ef Mudryk hefði fylgt hjartanu, eins og hann talaði um í upphafi og farið í Arsenal þá hefði hann verið geggjaður þar. Það virðist mjög erfitt að blómstra í þessu Chelsea-liði og því sem er í gangi þar. Engin tenging milli manna og leikmenn bara héðan og þaðan. Hann er með gríðarlega hæfileika og hvergi betri en þegar hann klæðir sig í úkraínska landsliðsbúninginn. “ sagði Elvar Geir.

Sæbjörn vonar innilega að Mudryk verði í Chelsea-gírnum þegar hann spilar við Ísland á þriðjudag.

„Ef hann hefði komið til Arsenal þá hefði hann verið þriðji maður til að berjast við Martinelli og Saka. Þú veist ekkert hver er númer eitt, tvö, þrjú eða fimm. Hann var geggjaður í Meistaradeildinni og svona áður en hann fór, en hann má alveg vera í Chelsea-gírnum,“ sagði Sæbjörn í lokin.

Mudryk hefur komið að fimm mörkum í sautján A-landsleikjum sínum með Úkraínu og spilaði meðal annars allan leikinn er liðið vann Bosníu og Hersegóvínu, 2-1, í undanúrslitum umspilsins.
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Athugasemdir
banner
banner
banner