Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. apríl 2021 10:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grant afneitað hjá Man Utd - Miðjumaður Villa til City eða Utd?
Powerade
Stóri Grant
Stóri Grant
Mynd: Getty Images
Martin ekki áfram hjá Arsenal?
Martin ekki áfram hjá Arsenal?
Mynd: Getty Images
Carney Chukwuemeka
Carney Chukwuemeka
Mynd: Getty Images
Slúðrið þennan laugardaginn er tekið saman af BBC og er í boði Powerade.



Liverpool hefur náð samkomulagi við Ibrahima Konate (21) miðvörð RB Leipzig. Hann mun kosta 34 milljónir punda. (Romano)

Joan Laporta, forseti Barcelona, er að vinna að þriggja ára samningi sem félagið mun bjóða Lionel Messi (33). (ESPN)

Cristiano Ronaldo (36) er opinn fyrir því að fara til Manchester United í sumar. (Gazzettan)

Arsenal er á því að liðið geti misst af því að fá Martin Ödegaard (22) sem er á láni frá Real Madrid. Ástæðan er sú að ekkert varð úr Ofurdeildinni. (Sun)

Sander Berge (23) verður að öllum líkindum áfram hjá Sheffield United þrátt fyrir fall. Arsenal og Spurs eru sögð hafa áhuga. (Star)

Barcelona vill fá Kays Ruiz-Atil (18) aftur til félagsins frá PSG en samningur hans rennur út í sumar. (Mundo)

Lee Grant (38) er á leið í burtu frá Manchester United. Honum finnst að sér hafi verið afneitað af félaginu þar sem félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning. Grant er þriðji kostur í markvarðarstöðuna. (Mail)

Graham Potter, stjóri Brighton, segir að félagið eigi ekki að vera hrætt af því að Liverpool hafi sýnt Yves Bissouma (24) áhuga. (Express)

Ed Woodward mun velja eftirmann sinn áður en hann fer frá United í lok árs. (MEN)

Newcastle þarf að greiða Arsenal 20 milljónir punda fyrir Joe Willock (21) ef félagið vill kaupa hann. (Telegraph)

Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, vonast til að Marcelo Bielsa framlengi samning sinn við félagið áður en tímabilið er búið. (L'Equipe)

Carney Chukwuemeka (17) miðjumaður Aston Villa er sagður vera undir smásjá Manchester United og Manchester City. (Guardian)

Pedro Porro (21) varnarmaður City sem er á láni hjá Sporton heufr vakið áhuga Real Madrid. (AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner