Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. apríl 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Sjötíu mörk í 95 deildarleikjum
Lengjudeildin
Magnaður markaskorari.
Magnaður markaskorari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Selfoss hafni í tíunda sæti deildarinnar í sumar.

Hægt er að lesa umfjöllun um Selfoss með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn gaf sitt álit á liði Selfoss.

Hann telur að sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic sé þeirra helsti lykilmaður.

„Sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic er lykilmaður í sóknarleik hjá Selfossi. Til þess að liðið haldi sæti sínu í deildinni er mikilvægt að hann komi að mörgum mörkum og stoðsendingum í sumar," segir Rafn.

<>„Frá því hann kom á Ólafsvík árið 2015 þar sem hann sló í gegn hefur hann skorað 70 mörk í 95 deildarleikjum í þremur efstu deildunum og var markahæsti og besti leikmaður 2. deildar í fyrra. Eftir tvö ár í 2. deildinni er spurning hvernig hann kemur inn í Lengjudeildina, hvort hann haldi áfram að raða inn mörkum eða hvort hann nái ekki sama flugi í mun sterkari deild."

Hinn þrítugi Tokic hefur verið á Selfossi frá 2018 en hann hefur einnig spilað með Víkingi Ólafsvík og Breiðablik hér á landi. Hann hefur skorað 19 mörk í 18 leikjum í næst efstu deild á Íslandi fyrir þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner