Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 24. apríl 2021 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir er vægast sagt að fara frábærlega af stað með Kristianstads í sænsku deildinni. Liðið lék sinn annan leik í mótinu og Sveindís bæði skoraði og lagði upp í leknum. Sveindís skoraði eina mark liðsins í jafntefli í fyrstu umferð.

Kristianstad vann 2-1 heimasigur gegn Djurgarden. Sveindís lék allan leikinn með Kristianstad, Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn hjá Djurgarden og Sif Atladóttir kom inn á undir lok leiks hjá Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

Sveindís lagði upp mark fyrir Mia Carlsson á 50. mínútu með fyrirgjöf frá hægri en það mark jafnaði leikinn í 1-1. Sveindís skoraði svo sjálf á 84. mínútu með laglegri vippu og tryggði sigurinn. Markið kom eftir undirbúning Therese Sessy Asland.

Rosengård vann á sama tíma Hammarby 3-1 á heimavelli. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Rosengård. Rosengård er með fullt hús stig, Kristianstad er með fjögur stig og Djurgarden þrjú stig eftir tvær umferðir.

Í austurrísku deildinni lék Kristrún Rut Antonsdóttir síðasta hálftímann þegar meistararnir í St. Pölten unnu 6-0 heimasigur gegn Wacker Innsbruck. Pölten er með tíu stiga forskot í deildinni þegar fjórir leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner