Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   sun 24. júní 2018 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Kári: Vorum með plan B en það gekk bara ekki nægilega vel upp
Icelandair
Kári í leiknum gegn Nígeríu.
Kári í leiknum gegn Nígeríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við töpuðum leiknum svo, auðvitað er hægt að gera eitthvað betur. Auðvitað erum við með plan B, við erum með ákveðnar færslur sem við tökum þegar við þurfum að sækja mark. Það sem gerist er að skipulagið riðlast full mikið, afhverju veit ég ekki en það gerir það," sagði Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins sem var spurður að því á fréttamannafundi í morgun hvort landsliðið hafi verið með plan B eftir að þeir lentu undir í leiknum gegn Nígeríu á föstudaginn.

„Við vorum alveg með þetta lið, þeir eiga ekki skot á markið í fyrri hálfleik við skulum ekki gleyma því. Fólk talar svolítið eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er enginn í liðinu sem hugsar þannig, ekki einn maður. Við hugsum; við getum unnið Nígeríu og við ætluðum okkur að vinna Nígeríu en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta og við erum underdog í þessum leik. Við höldum ekki að við séum það góðir að við getum mætt í leikinn og rústað Nígeríu og síðan bara tökum við Króatíu í næsta leik. Það er ekki þannig."

Kári segir að leikskipulagið í fyrri hálfleik hafi verið frábært og ef Ísland hefði komist yfir í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn þróast töluvert öðruvísi.

„Það sem gerist svo er að þeir ná skyndisókn eftir okkar eigið fast leikatriði sem má ekki gerast. Eftir það setur það okkur kannski úr jafnvægi eða ekki en þá riðlast leikurinn og það átti ekki að gerast."

„Við erum alltaf með plan B en það gekk bara ekki nægilega vel upp. Við höfum kannski fá svör þegar þeir byrja að reyna draga okkur framar og beita fleiri skyndisóknum og kannski héldum við ekki nægilega vel í þá. Afhverju það var, veit ég ekki alveg," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner
banner