Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. júní 2020 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Arnór Borg Guðjohnsen með þrennu í 8-0 sigri
ÍA og Stjarnan komust áfram
Arnór Borg gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.
Arnór Borg gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur skoraði sigurmark Skagamanna.
Stefán Teitur skoraði sigurmark Skagamanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fer áfram.
Stjarnan fer áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deildarliðin Fylkir, ÍA og Stjarnan eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla.

Fylkir, sem hefur tapað fyrstu deildarleikjum sínum, mætti 4. deildarliði ÍH í Skessunnu og skoraði þar átta mörk. Arnór Borg Guðjohnsen skoraði þrennu fyrir Fylkismenn, en tveir aðrir leikmenn að nafni Arnór voru einnig á skotskónum. Arnór Gauti Ragnarsson skoraði tvö og Arnór Gauti Jónsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið, rétt eins og Arnór Borg.

Arnór Borg er nítján ára gamall, en hann kom frá Fylki til Swansea fyrir tímabilið. Arnór Guðjohnsen er faðir hans og Eiður Smári Guðjohnsen er eldri bróðir hans.

ÍA fór áfram eftir framlengdan leik við Kórdrengi úr 2. deild. Kórdrengir eru með afskaplega vel mannað lið og þykja til alls líklegir í 2. deild eftir að hafa komist upp úr 3. deild í fyrra. Magnús Þórir Matthíasson kom Kórdrengjum yfir á níundu mínútu í kvöld og var staðan 1-0 í hálfleik.

Á 69. mínútu leiksins jöfnuðu Skagamenn þegar Viktor Jónsson skallaði inn sendingu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni. Varamaðurinn Einar Orri Einarsson kom Kórdrengjum yfir á 81. mínútu, en ÍA neitaði að tapa og jafnaði Hlynur Sævar Jónsson. Því varð að framlengja.

Í framlengingunni skoraði miðjumaðurinn öflugi, Stefán Teitur Þórðarson, sigurmark Skagamanna. „Tryggvi Hrafn tekur rooosalegan sprett upp völlinn, klobbar Einar Orra og leikur sér að Kórdrengjum áður en hann leggur boltann til hliðar á Sigurð Hrannar sem lyftir boltanum fallega á Stefán Teit sem hamrar boltann inn," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu.

Stjarnan vann þá Leikni Fáskrúðsfirði, 3-0. Öll mörk Stjörnumanna komu í seinni hálfleiknum, en þau gerðu Emil Atlason, Martin Rauschenberg og Kristófer Konráðsson.

Stjarnan breytti liði sínu nokkuð og kom Martin Rauschenberg meðal annars inn í byrjunarliðið eftir að hafa ekki verið í hóp gegn Fjölni í síðasta deildarleik.

Kórdrengir 2 - 3 ÍA
1-0 Magnús Þórir Matthíasson ('9 )
1-1 Viktor Jónsson ('69 )
2-1 Einar Orri Einarsson ('81 )
2-2 Hlynur Sævar Jónsson ('85 )
2-3 Stefán Teitur Þórðarson ('110 )
Lestu nánar um leikinn

ÍH 0 - 8 Fylkir
0-1 Arnór Borg Guðjohnsen ('25 )
0-2 Orri Sveinn Stefánsson ('28 )
0-3 Arnór Gauti Ragnarsson ('32 , víti)
0-4 Arnór Borg Guðjohnsen ('35 , víti)
0-5 Arnór Borg Guðjohnsen ('39 )
0-6 Arnór Gauti Ragnarsson ('42 )
0-7 Hákon Ingi Jónsson ('78 )
0-8 Arnór Gauti Jónsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 3 - 0 Leiknir F.
1-0 Emil Atlason ('56 )
2-0 Martin Rauschenberg Brorsen ('58 )
3-0 Kristófer Konráðsson ('77 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Mjólkurbikarinn: KA kjöldró níu leikmenn Leiknis - Spenna á Grenivík
Mjólkurbikarinn: Þór áfram eftir framlengingu gegn Reyni
Mjólkurbikarinn: Morten Beck sá um Þrótt - Fjölnir áfram

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner