Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 24. júní 2020 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sergio Ramos margt til lista lagt
Real Madrid fór aftur upp fyrir Barcelona. Þessi maður skoraði beint úr aukaspyrnu.
Real Madrid fór aftur upp fyrir Barcelona. Þessi maður skoraði beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, miðverði og fyrirliða Real Madrid, er magt til lista lagt. Í kvöld skoraði hann glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Real Madrid lagði Mallorca á æfingasvæði sínu.

Vinicius Junior kom Real Madrid yfir á 19. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Ramos mark sem má sjá hérna.

Þar við sat og 2-0 sigur Real Madrid staðreynd. Real er þar með komið aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar, en Madrídarstórveldið og erkifjendur þeirra í Barcelona eru með jafnmörg stig. Real Madrid er á toppnum þar sem liðið hefur betur í innbyrðis úrslitum liðanna á þessari leiktíð.

Osasuna skellti sér upp í 11. sæti með sigri á Deportivo Alaves og þá vann Celta góðan og óvæntan útisigur á Real Sociedad. Eftir þrjá tapleiki í röð er Real Sociedad í sjöunda sæti, sex stigum frá fallsæti.

Alaves 0 - 1 Osasuna
0-1 Lato Toni ('64 )

Real Madrid 2 - 0 Mallorca
1-0 Vinicius Junior ('19 )
2-0 Sergio Ramos ('56 )

Real Sociedad 0 - 1 Celta
0-1 Iago Aspas ('45 , víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner