Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 24. ágúst 2021 17:30
Fótbolti.net
Jóhann Ingi dæmir leik KA og Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld verða þrír frestaðir leikir í Pepsi Max-deildinni á dagskrá og að þeim loknum verða öll lið deildarinnar búin að spila átján leiki.

Fyrir norðan eigast við KA og Breiðablik en Kópavogsliðið vann þegar liðin áttust við um síðustu helgi. Blikar fara á topp deildarinnar með sigri.

Jóhann Ingi Jónsson er dómari leiksins en Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sveinn Þórður Þórðarson eru aðstoðardómarar.

FH rúllaði yfir Keflavík um helgina en liðin eigast við á Kaplakrikavelli. Botnlið Skagamanna fær KR í heimsókn og þarf á öllum stigunum að halda.

Hér má sjá hvaða dómarar dæma leikina á morgun:

miðvikudagur 25. ágúst

Pepsi Max-deild karla
18:00 KA-Breiðablik | Jóhann Ingi Jónsson
18:00 FH-Keflavík | Erlendur Eiríksson
18:00 ÍA-KR | Einar Ingi Jóhannsson

Rætt er um Pepsi Max-deildina í Innkastinu:
Innkastið - Albert Brynjar og brjáluð barátta um þann stóra
Athugasemdir
banner
banner