Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. september 2018 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Karius: Ramos ekki búinn að biðjast afsökunar
Mynd: Getty Images
Loris Karius var úthúðað fyrir frammistöðu sína með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hann gerði tvenn slæm mistök í leiknum sem endaði með 3-1 sigri Real Madrid. Þetta hafði mikil andleg áhrif á Karius sem var lánaður til Tyrklandsmeistara Besiktas í kjölfarið.

Eftir úrslitaleikinn kom í ljós að Karius fékk heilahristing eftir samstuð við Sergio Ramos. Varnarmaðurinn braut einnig á Mohamed Salah í úrslitaleiknum, sem þurfti að fara meiddur af velli.

„Það er bara hann sem veit hvort þetta hafi verið viljaverk eða ekki. Hann hefur allavega ekki enn beðist afsökunar," sagði Karius í viðtali við Bild.

„Það er búið að sanna að höggið gerði mig sjónskertan í leiknum. Undir venjulegum kringumstæðum geri ég ekki þessi mistök."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner