Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Það sem Klopp sagði við Shaqiri eftir að hafa tekið hann af velli
Shaqiri virðist þurfa að bæta varnarleikinn aðeins samkvæmt Klopp.
Shaqiri virðist þurfa að bæta varnarleikinn aðeins samkvæmt Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp hefur gefið út hvers vegna hann skipti Xherdan Shaqiri af velli í sigurleik Liverpool gegn Southampton um helgina.

Shaqiri var frábær í fyrri hálfleik þar sem skot hans fór af Wesley Hoedt og í netið auk þess sem að Mo Salah potaði boltanum inn eftir frábæra aukaspyrnu Shaqiri.

Shaqiri var hinsvegar tekinn af velli í hálfleik og James Milner kom inn í hans stað. Klopp hefur viðurkennt að honum líkaði ekki við uppstillingu liðsins.

Úrslitin eru góð og frammistaðan hefði getað verið betri. Shaqiri var áhrifamkill og Joel Matip líka en skipulag okkar var vandamál. Þú sást það á samskiptunum inn á vellinum en við breyttum í kerfi sem við erum vanir,” sagði Jurgen Klopp.

Southampton voru ekki lélegir heldur mjög góðir en kannski ekki svo ógnandi á síðasta þriðjungi vallarins. Að halda hreinu er mjög mikilvægt. ”

Klopp hrósaði loks Shaqiri en viðurkennir að varnarleikur hans sé eitthvað sem megi bæta.

Ég sagði við Shaq að ég hef aldrei tekið leikmann út af í hálfleik eftir eftir svona áhrifamikinn hálfleik en ég vildi meiri stjórn. Hann var ekki meiddur. Shaq er frábær strákur. Aukaspyrnan var mögnuð. Hann reyndi allt og er frábær leikmaður til að hafa. Frábær sóknarlega en þarf að vinna aðeins í varnarleiknum,” sagði Klopp.
Athugasemdir
banner