Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. desember 2017 12:30
Ingólfur Stefánsson
Heimild: ScoreNigeria 
Lars varar Nígeríumenn við Gylfa
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins hefur varað Nígeríumenn við Gylfa Þór Sigurðssyni og segir hann einn besta alhliða miðjumann í heimi.

Ísland og Nígería mætast á HM í Rússlandi 22. júní á næsta ári. Lars sem þjálfaði Nígeríu á Heimsmeistaramótinu árið 2010 segir að liðið þurfi að gæta sín á Gylfa en hann sé leikmaður sem getur gengið frá hvaða liði sem er.

„Ásamt Henrik Larsson er Gylfi besti liðsmaður sem ég hef þjálfað. Hann spilar alltaf fyrir allt liðið og er einn besti alhliða miðjumaður í heiminum í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner