Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. febrúar 2021 16:42
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Arsenal gegn Benfica: Arteta talar um úrslitaleik
Fylgst með leikjunum í úrslitaþjónustu á forsíðu
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:55 mætast Arsenal og Benfica í seinni viðureign liðanna í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn fór fram á Ítalíu og endaði 1-1 en leikurinn í kvöld er skráður heimaleikur Arsenal þrátt fyrir að hann verði á heimavelli Olympiakos í Aþenu, Grikklandi.

Besti möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili er að stefna á sigur í Evrópudeildinni. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur talað um leikinn sem úrslitaleik.

Varnarmaðurinn Rob Holding fékk höfuðhögg í síðasta leik og ferðaðist ekki með Arsenal í leikinn.

Byrjunarlið Arsenal: Leno; Bellerín, Luiz, Gabriel, Tierney; Ceballos, Xhaka; Saka, Ödegaard, Smith Rowe; Aubameyang.

EUROPA LEAGUE: 1/16 Final
17:55 Ajax - Lille
17:55 Shakhtar D - Maccabi Tel Aviv
17:55 Villarreal - Salzburg
17:55 Rangers - Antwerp
17:55 Arsenal - Benfica (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Hoffenheim - Molde
17:55 Napoli - Granada CF
20:00 Dinamo Zagreb - FK Krasnodar
20:00 Roma - Braga
20:00 Leicester - Slavia Prag (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Milan - Rauða stjarnan
20:00 Man Utd - Real Sociedad (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Club Brugge - Dynamo K.
20:00 Leverkusen - Young Boys
20:00 PSV - Olympiakos



Athugasemdir
banner