Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Reggí-strákarnir tóku bronsið í Þjóðadeildinni
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í Jamaíku unnu Panama, 1-0, í leik um þriðja sæti Þjóðadeildarinnar í nótt.

Jamaíka tapaði undanúrslitaleik gegn Bandaríkjunum á dögunum, 3-1, á meðan Panama tapaði fyrir Mexíkó.

Lærisveinar Heimis voru grátlega nálægt því að komast í úrslit en liðið leiddi 1-0 gegn Bandaríkjunum en fengu á sig jöfnunarmark þegar 35 sekúndur voru eftir af uppbótartímanum. Það dró allan mátt úr Jamaíku sem fékk á sig tvö í framlengingunni og tapaði leiknum.

Jamaíka bætti upp fyrir það súra tap í nótt. Dexter Lembikisa, leikmaður Hearts, skoraði eina markið á 42. mínútu eftir sendingu Michael Hector í annars nokkuð jöfnum leik.

Heimir og hans menn höfnuðu því í 3. sæti Þjóðadeildarinnar þetta árið, en mögnuð frammistaða liðsins skilaði því á Copa America-mótið sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner