Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 18:28
Brynjar Ingi Erluson
Verður auðveldara gegn Íslandi - „Bosnía leyfði okkur ekki að spila“
Icelandair
Mynd: Getty Images
Myron Markevych
Myron Markevych
Mynd: Getty Images
Úkraínski þjálfarinn Myron Markevych telur að það verði betra fyrir Úkraínu að spila við Ísland heldur en Bosníu, sem vildi ekki leyfa þeim að spila sinn fótbolta í undanúrslitaleiknum.

Úkraínumenn unnu 2-1 endurkomusigur á Bosníu og Hersegóvínu í undanúrslitum EM-umspilsins þökk sé tveimur mörkum á lokamínútum leiksins.

Þetta kom Úkraínu áfram í úrslitaleikinn gegn Íslandi, sem verður að mati Markevych allt öðruvísi en fyrri leikurinn.

Markevych er þjálfari Karpaty Lviv í heimalandinu og er fyrrum þjálfari landsliðsins, en hann stýrði því í tæpt hálft ár þar sem hann vann þrjá af fjórum leikjum liðsins.

„Ég held að seinni leikurinn verði betri. Ef það er leikur þá mun einhver standa upp sem sigurvegari. Allt þetta er voðalega einfalt, en svona leikir koma fyrir þar sem allir spila undir getu,“ sagði Markevich.

„Við erum að vonast til þess að þetta gerist ekki aftur en aðalmálið er að liðið vann, sem er það allra mikilvægasta. Þessi leikur var samt langt frá því besta frá okkar landsliði, en svona gerist. Bosnía var ekki að spila fótbolta. Það fékk enginn að gera eitthvað á vellinum, spiluðu löngum boltum og það er alls ekki auðvelt að spila gegn svoleiðis liði sem spilar svona agaðan varnarleik, en það verður allt annað dæmi gegn Íslandi.“

„Það má ekki vanmeta Ísland, því þeir líta mjög vel út, en við erum með ákveðið forskot því núna spilum við þannig séð á heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Landsliðið okkar hefur alltaf spilað fyrri leikinn vel en illa í seinni leiknum. Ég held að það verði alger andstæða í þetta sinn.“

„Ég held að þetta verði ekki eins erfitt og gegn Bosníu. Þeir bara vildu ekki leyfa okkur að spila. Þetta er svokallaður andstæðu-fótbolti, en þú verður að geta klárað þannig lið,“
sagði hann í lokin við NV.
Athugasemdir
banner
banner
banner